Upplýsingakerfið Jóakim er eign RL, en kerfið þjónar helstu þörfum lífeyrissjóða, stéttarfélaga og fleiri aðila. Kerfið sinnir m.a. iðgjaldainnheimtu, verðbréfavörslu, lífeyrisgreiðslum, lánaumsýslu, sjúkrabótum, styrkjum, orlofshúsaleigu og fleira. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun, bæði í takt við kröfur viðskiptavina svo og til að uppfylla ítrustu kröfur laga og reglugerða.
Kerfið skiptist niður í afmarkaðri kerfiseiningar og má þar helst nefna:
Jóakim er umfangsmikið kerfi, með stóran gagnagrunn, mikla og fjölþætta vinnslugetu og sérhæfð notenda- og forritaskil. Kerfið á sér langa sögu og hefur mikil alúð verið lögð í þróun þess. Það er afkastamikið, skalanlegt, sveigjanlegt og mikill stöðugleiki í rekstri þess. Allur undirliggjandi miðlægur búnaður er hýstur í vottuðu hýsingarumhverfi.