Hluthafafundur RL

Hluthafafundur RL fór fram í húsnæði RL mánudaginn 5. desember síðastliðinn.

Ragnheiður Jónasdóttir stjórnarformaður setti fundinn og Gylfi Jónasson var fundarstjóri. Á fundinn voru mættir fulltrúar um 94% hlutafjár í félaginu.

Á fundinum fór Jón Egilsson framkvæmdastjóri yfir gang mála hjá félaginu frá aðalfundi þess, sem var í lok mars. Helstu verkefnin hafa snúið að áframhaldandi uppbyggingu félagsins, að yfirtöku á Jóakim kerfinu, að því að tryggja áfallalausan rekstur kerfisins, að koma þróunarvinnu aftur af stað og að koma rekstri félagsins í jafnvægi. Einnig fór framkvæmdastjóri yfir rekstrartölur ársins sem og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Þá fjallaði hann um vinnu sem farið hefur fram á haustmánuðum við samninga og breytingar á gjaldskrá.

Fundarmenn komu á framfæri þökkum til framkvæmdastjóra RL og starfsmanna félagsins fyrir góða og faglega vinnu á erfiðum tímum við yfirtöku kerfisins og breytinga á starfsemi félagsins.