Nýr framkvæmdastjóri RL

RL hefur gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Jón Egilsson hefur hafið störf hjá félaginu.

Jón er þaulreyndur leiðtogi með mikla reynslu á sviði stjórnunar og rekstrar. Hann starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri Upplýsingatæknisviðs Borgunar (nú SaltPay) um 12 ára skeið og hefur því mikla reynslu af stefnumótun, framfylgni á stefnu, áætlanagerð, fjármálum, samningum, innkaupum, skipulagsmálum, mannauðsmálum, mótun liðsheilda og daglegri stjórnun. Þá hefur hann víðtæka reynslu af því að stýra öllum hliðum upplýsingatækni.

Almar Guðmundsson sem áður var framkvæmdastjóri RL lét af störfum fyrir stuttu. RL þakkar honum fyrir vel unnin störf hjá félaginu og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi.