RL tók að fullu við þjónustu, rekstri og þróun Jóakim kerfisins 1. júlí síðastliðinn. Rekstur kerfisins hefur verið áfallalaus og uppbygging RL sem rekstrarfélags hefur gengið vel. Með þessum breytingum hefur náðst fram hagræðing sem RL vill að viðskiptavinir njóti góðs af. Því hefur verið ákveðið að félagið framkvæmi ekki vísitölubundnar hækkanir á almennum gjaldskrárverðum um áramót, þó kveðið sé á um þær í gildandi samningum. Enn fremur hefur verið ákveðið að lækka einhliða öll almenn gjaldskrárverð um 15% frá og með 1. des. 2022.